Ísland hafði betur gegn Norður-Kóreu, 6:3, er liðin mættust í 3. deild heimsmeistaramóts 20 ára og yngri í íshokkí í Istanbúl í dag. Íslenska liðið hefur þar með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og ætti leiðin að vera greið inn í undanúrslitin.
Matthías Máni Sigurðsson skoraði þrennu fyrir Ísland í leiknum og þeir Egill Þormóðsson, Matthías Skjöldur Sigurðsson og Andri Mikaelsson sitt markið hver.
Þá áttu þeir Ólafur Björnsson, Snorri Sigurbjörnsson og Tómas Ómarsson tveir stoðsendingar hver í leiknum og þeir Matthías Máni, Egill, Hilmar Leifsson og Orri Blöndal eina hver.
Ísland mætir heimamönnum Tyrkjum í lokaleik riðlakeppninnar annað kvöld.