Ísland leikur til úrslita á HM eftir sigur gegn Nýja- Sjálandi

Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí karla U20 ára landsliða sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi, er liðið lagði Nýja- Sjáland örugglega af velli, 4:0, í undanúrslitum mótsins.

Matthías Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir Ísland í leiknum og þeir Jóhann Leifsson (SA) og Róbert Pálsson sitt markið hvor.

Ísland hefur þar með tryggt sér sæti í 2. deild og leikur um gullverðlaun á mótinu á morgun, sunnudag, og mætir þar sigurvegara úr viðureign Ástrala og Norður- Kóreu.

Nýjast