Ísland lagði Kína að velli á HM í Eistlandi

Ísland lagði Kína að velli í dag, 3:1, í þriðja leik sínum í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí karla sem haldið er í Eistlandi.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu þeir Jón Benedikt Gíslason, SA, Andri Mikaelson og Emil Alengaard. Ísland stendur þar með vel að vígi í baráttunni um þriðja sæti B- riðils.

Nýjast