Ísland fékk silfur á HM í Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 20 ára og yngri, hafnaði í öðru sæti á heimsmeistarmótinu í 3. deild í íshokkí eftir 3:1 tap gegn Ástralíu í dag í úrslitaleiknum sem fram fór í Istanbúl Tyrklandi.

 

Ísland hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild en varð að láta sér silfrið að góðu verða. Mark Íslands í leiknum skoraði Snorri Sigurbjörnsson.

 

Nýjast