Irma Ósk Jónsdóttir frá Akureyri náði frábærum árangri á Evrópumótinu í fitness sem fram fór á Spáni um miðjan maí. Um er að ræða næststerkasta mót heims og gerði Irma sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti í sínum flokki. Árangurinn er ekki síst góður í ljósi þess að Irma var yngsti keppandinn í sínum flokki. Vikudagur ræddi við Irmu um árangurinn og fitness íþróttina en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.