Íris Guðmundsdóttir skíðakona frá SKA hefur keppni í alpagreinum um helgina á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada, er hún keppir í risasvigi kvenna á laugardaginn kemur. Íris mun einnig keppa í svigi kvenna sem fram fer föstudaginn 26. febrúar.
Vegna veðurfars í Kanada hefur dagskrá leikana riðlast til og ekki liggur endanlega fyrir um tímasetningar greinanna, en keppni í risasvigi kvenna á laugardaginn kemur verður að öllum líkindum seint að kvöldi til á íslenskum tíma.