Íris Guðmundsdóttir frá SKA keppir í svigi í kvöld á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada og hefst
keppnin kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íris er með rásnúmer 62 af alls 87 keppendum. Íris náði ekki að ljúka keppni í
risasvigi sl. laugardag, en hún féll í brautinni þegar hún var rétt um það bil hálfnuð.
Nú eru nemendur á öðru ári í húsamíði komnir í fullan gang með að byggja þrjú frístundahús en þetta er árlegt verkefni og er nemendum afar mikilvægt og lærdómsríkt því bygging slíkra húsa kemur inn á svo marga þætti sem húsasmiðir þurfa að kunna skil á.
Það getur ekki öllum liðið alltaf vel. En það á heldur engum að líða alltaf illa. Passleg blanda er líklega best, horfa bjartsýn fram á veg, snúa baki við skugganum. Vita af þungum steinum, en láta þá ekki hafa áhrif á sig. Lífsviðhorf sem ætti að vera auðvelt og einfalt, en er það ekki fyrir marga. Alltof marga. Við vitum ekki hvað annað fólk burðast með, við þekkjum ekki skugga þeirra og þunga kaldagrjótsins sem á þeim hvílir. Þess vegna eigum við að temja okkur mildi og umburðarlyndi. Við þekkjum engan í raun og veru, dýpstu hugsanir þeirra, gleði, áföll og sorgir.
Björn Ingólfsson lét af launuðum störfum hjá Grýtubakkahreppi 1. ágúst síðastliðinn. Björn hefur verið bókavörður frá 1984, framan af með störfum sínum sem skólastjóri Grenivíkurskóla. Björn hóf störf fyrir hreppinn sem kennari 1963 til 1964 og frá árinu 1968 hefur hann verið samfellt í starfi hjá Grýtubakkahreppi. „Þetta er ansi langur starfsferill og jafnframt farsæll,“ segir á vefsíðu hreppsins.
Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.
„Allur réttur er áskilinn til að koma að formlegum mótmælum ásamt viðeigandi röksemdum varðandi úthlutun svæðisins sem sveitarfélagið hefur skilgreint sem lóðirnar Hofsbót 1 og 3, en úthlutunin var ekki staðfest af bæjarráði fyrr en á sama fundi og erindi umbjóðenda minna var tekið fyrir,“ segir í bréfi Sunnu Axelsdóttur lögmanns sem hún sendi bæjarráði fyrir hönd Bifreiðastöðvar Oddeyrar.
Í dag 10.september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga. Fólk hefur dáið úr sjálfsvígum frá morgni tímans og sú dánarorsök mun alltaf verða partur af mannlífinu ja rétt eins og krabbamein.
Laugardaginn 13. september kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar Kimarek–Keramik í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 28. september næstkomandi.