26. febrúar, 2010 - 21:36
Íris Guðmundsdóttir skíðakona frá SKA er úr leik í svigkeppni kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada.
Íris var númer 62. í rásröðinni og varð fyrir því óláni að falla í brautinni í fyrri ferð og er þar
með úr leik.