Intrum og starfsmenn gáfu pening og jólapakka

Starfsmenn Intrum á Íslandi ehf. og Domus fasteignasala á Akureyri tóku sig saman og gáfu 30 jólapakka til barna. Intrum ehf. gaf á móti hverjum pakka 1.500 krónur í peningum og því var mótframlag Intrum 45.000 kr. í peningum. Elsa María Davíðsdóttir og Arna Gunnarsdóttir afhentu Mæðrastyrksnefnd Akureyrar gjafirnar og peninginn og var það hún Jóna Berta Jónsdóttir sem tók við þeim. Skrifstofa Intrum á Íslandi hefur verið starfrækt á Akureyri frá árinu 2001 og hefur fjöldi starfsmanna aukist jafnt og þétt. Þar starfar nú tæplega tuttugu manna öflugur hópur fólks með sérhæfða menntun og reynslu á sviðum innheimtu- og lögfræðiráðgjafar.

Nýjast