Innanlandsflug hófst að nýju í morgun

Flugfélag Íslands hóf innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli í morgun og hefur verið flogið til Akureyrar og Egilsstaða. Félagið aflýsti öllu innanlandsflugi í gær, sunnudag, sökum gjóskuskýja sem takmörkuðu flugumferð. Alls verða farnar 6 ferðir til Akureyrar í dag, þrjár til Egilsstaða og þá flýgur Flugfélag Íslands til Vestmannaeyja og Ísafjarðar.  

Millilandaflug hefur farið um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll síðustu daga en í  morgun var opnað fyrir blindflug í loftrými umhverfis Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll og vinna flugrekstraraðilar að því að hefja áætlunarflug til og frá þessum flugvöllum. Icelandair ætlar síðdegis að flytja flug frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og Iceland Express gerir ráð fyrir að fljúga síðdegis frá Keflavíkurflugvelli, til Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel.

Nýjast