Millilandaflug hefur farið um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll síðustu daga en í morgun var opnað fyrir blindflug í loftrými umhverfis Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll og vinna flugrekstraraðilar að því að hefja áætlunarflug til og frá þessum flugvöllum. Icelandair ætlar síðdegis að flytja flug frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og Iceland Express gerir ráð fyrir að fljúga síðdegis frá Keflavíkurflugvelli, til Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel.