Ingibjörg Ösp ráðin framkvæmdastjóri Hofs menningarfélags

Stjórn Hofs menningarfélags s.e.s. hefur ráðið Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg hefur lokið B.Sc prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka meistaranámi í viðskiptafræði frá sama skóla.  

Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekkingu sem nýtist í starfið. Áður var hún starfsmaður KEA svf. en þar sinnti Ingibjörg framkvæmdastjórn í fasteignafélagi í eigu KEA, jafnframt því að sjá um markaðs- og kynningarmál félagsins. Á árunum 2003-2005 var Ingibjörg framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar, þar sem hún bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálum félagsins. Hún hefur verið starfandi verkefnastjóri vegna undirbúnings á rekstri Hofs síðasta hálfa árið. Ingibjörg er gift Karel Rafnssyni og eiga þau þrjú börn.

Nýjast