Alls taka 18 lið þátt í mótinu að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri. Fjögur erlend lið taka þátt, frá Danmörku, Lettlandi og Bandaríkjunum, tólf lið koma frá Akureyri og tvö frá Reykjavík. Mótið er að stærstum hluta styrkt af norðlenskum fyrirtækjum. Keppnin fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og stendur fram á sunnudag.