Íbúum Akureyrar fjölgar lítillega

Íbúar Akureyrar voru 18.140 í lok mars, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Í byrjun ársins voru íbúarnir 18.103, þannig að þeim fjölgaði um 37 á tímabilinu.

Íbúum Norðurþings fækkaði um 22 á fyrsta ársfjórðungi og í Dalvíkurbyggð fækkaði um 27 á tímabilinu. Í Svalbarðsstrandarhreppi fjölgaði um 13 íbúa, þar búa nú 400 manns. Í Eyjafjarðarsveit fækkaði um fjóra íbúa og í Hörgársveit fækkaði um níu.

Nýjast