Fjölmennt var á fundinum og létu íbúar óánægju sína skýrt í ljós. Niðurstaða fundarmanna var að hafna áframhaldandi greiðslum til FÉSTA þar til komið verður til móts við kröfur þeirra. Íbúarnir krefjast þess að leiguverð verði lækkað um 15% ásamt því að vísitölutenging á leiguverði verði afnumin. Listar með nöfnum þeirra íbúa sem ætla að taka þátt í greiðsluverkfallinu verða afhentir stjórn FÉSTA eftir helgi. Þetta kemur fram á vefnum; landposturinn.is, fréttavef fjölmiðlafræðinema við HA.