Í Skarpi í dag

 

Skarpur kemur að venju út í dag. Í blaðinu er ítarleg grein um áform Gb5 ehf sem tengjast styrkingu miðbæjarins á Húsavík með uppbyggingu þar, en þessum áformum hefur nú verið slegið á frest. Rætt er við Friðrik Sigurðsson, bóksala og forseta bæjarstjórnar Norðurþing, sem er að flytja til Akureyrar innan tíðar og hættir um leið í bæjarstjórn. Fjallað er um nýja aðstöðu Félags eldri borgara í Snælandi. Nýráðnir yfirmenn PCC Bakki Silicon eru kynntir til sögunnar svo og feðgar sem hafa tekið að sér þjálfun meistaraflokks Völsungs í knattspyrnu kvenna. Rætt er við forna félaga, Haffa í Grafarbakka og Stjána í Vegamótum, sem töldu nú tíma tilkominn að tengja. Einnig vikið að frændsystkinum sem eru að íhuga forsetaframboð. Svipmyndir eru frá þorrablóti barnanna á Grænumvöllum. Og margt fleira er í Skarpi dagsins. JS

Nýjast