Thora Karlsdóttir, myndlistamaður á Akureyri, er í heldur óvenjulegu verkefni þessa dagana en í heila níu mánuði fer hún í nýjan kjól á hverjum degi. Ég kalla þetta kjólameðgöngu, segir Thora sem byrjaði gjörninginn 1. mars. Þetta eru 280 dagar sem þýðir ansa marga kjóla og í raun er þetta algjör geggjun. Ég byrjaði á því að safna kjólum úr ýmsum áttum sem fólk gaf mér og svo treysti ég á að fólk myndi halda áfram að senda mér kjóla.
Það hefur gengið eftir og núna er ég kominn mjög langt á leið. Það eru 88 dagar eftir þannig að ég er farin að sjá fyrir endann á þessu, segir Thora en kjólameðgöngunni lýkur þann 1. desember.
Nánar er rætt við Thoru í prentútgáfu Vikudags.
-þev