Tónlistarmennirnir Magni Ásgeirsson og Rúnar Eff munu bregða sér í hlutverk þeirra John Belushi og Dan Akroyd úr kvikmyndinni Blues Brothers frá árinu 1980 og halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri á morgun, föstudag. Myndin sló í gegn á sínum tíma og svo gerði einnig tónlistin úr kvikmyndinni sem var gefin út á plötu. Þeir Magni og Rúnar ætla að syngja öll lögin af plötunni, auk fleiri vel valdra laga sem þeim finnst passa inn í prógrammið.
-þev
Rætt er við þá félaga í prentútgáfu Vikudags