Hér á vefnum birtist afar athyglisverð grein eftir Eirík Sigurðsson skipstjóra, um Svalbarðadeiluna milli Íslands og Noregs. Þegar deilurnar um fiskveiðiréttindi á norðurslóðum stóðu sem hæst árið 1994 var Eiríkur skipstjóri á Hágangi II, sem Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi á Vopnafirði gerðu út í sameiningu.
Eríkur og skipshöfn hans lentu í miklum átökum við skip norsku strandgæslunnar sem m.a. skutu á togarann og götuðu hann og endaði með því að Norðmenn tóku skipið, færðu til hafnar í Tromsö þar sem Eríki og öðrum skipverja, Dalvíkingnum Tona frá Hrísum, var stungið í steininn “upp á vatn, en ekki brauð” eins og Eiríkur orðar það.
Frá þessum atburðum og eftirmálum þeirra segir Eiríkur í líflegri og spennandi grein sem hann nefnir “Hágangur II, Halli kóngur og Toni á Hrísum.” Greinin mun birtast í Skarpi í næstu viku en einnig má lesa greinina hér. JS.