Hvítasunnan með rólegasta móti

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Fyrsta stóra ferðahelgi ársins var óvenju róleg á Akureyri að sögn lögreglu. Umferð til bæjarins var minni en undanfarin ár og fór skemmtanalíf að mestu vel fram. „Það var töluverður erill í bænum vegna skemmtanalífsins en það var lítið um pústra. Ég held að það sé óhætt að segja að við höfum upplifað meiri læti um hvítasunnuhelgina. Ég tel þetta vera ánægjulega þróun,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni í morgun.

Að sögn starfsmanns á tjaldsvæðinu að Hömrum var talsverður gestagangur á laugardag og í gær og einnig á tjaldsvæðinu við Þórunnastræti.

throstur@vikudagur.is

Nýjast