Hvað er hamingja?

Fjórða málstofa Öldrunarheimila Akureyrar á 50 ára afmælisári Hlíðar verður haldin í samkomusalnum í Hlíð í dag, mánudaginn 30. apríl kl. 12:15 – 12:45. Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og heimspekingur fjallar um grunnatriðin í kenningum hins forngríska Aristótelesar um hamingjuna. : “Í hamingjunnar bænum.........”  Hvað er hamingja? Er hamingjan áfangastaður og ef svo er kemst maður einhvern tímann þangað? Spennandi umfjöllunarefni sem enginn má missa af. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Nýjast