Þorsteinn Snævar Benediktsson bruggmeistari og eigandi Húsavík öl hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að honum hafi verið gert að loka gestastofu sinni vegna samkomutakmarkana sem nú eru í gildi. Húsavík öl hefur verið valin til að keppa fyrir hönd BrewDog Reykjavík á stórri bjórhátíð sem fer fram um allan heim síðar í þessum mánuði. Einhver áhrif hlýtur kófið samt að hafa haft á starfsemina? „Ég hef alveg hægt á en ég var í raun og veru það heppinn að ég hafði vit á því í júlí að fylla húsið af hráefnum, þannig að ég á allt til bjórgerðar. Við höfum svona verið að brugga bjóra sem ég hef alla jafna ekki tök á því að brugga mikið af.