Húsaleiga hjá FÉSTA mun ekki hækka næstu þrjá mánuði

Stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri, FÉSTA, hefur fundað um ástandið á leigumarkaðnum en ljóst er að leiguverð á almennum markaði hefur lækkað undanfarið og er í sumum tilfellum orðið sambærilegt leigu hjá FÉSTA og hægt er að finna dæmi um enn meiri lækkun.  

Við þessu vill stjórn FÉSTA bregðast með eftirfarandi aðgerðum: Næstu þrjá mánuði mun leiga ekki fylgja vísitölu neysluverðs, þ.e. leiga mun ekki hækka. Eftir þann tíma verður farið yfir stöðuna á ný. Góðar líkur eru á að Akureyrarbær taki upp sérstakar húsaleigubætur til þeirra tekjulægstu. Endanleg ákvörðun um þetta verður tekin hjá bænum á næstunni. Vonast er til þess að þetta geti  komið til framkvæmda með vorinu.

Nýjast