Inga Hrönn Kristjánsdóttir lifir út fyrir þægindarammann og hefur m.a. vakið athygli sem uppistandari í Bandaríkjunum. Inga hefur verið mikið á flakki alla sína ævi, hún fæddist í Noregi, flutti níu ára til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og síðar til Bandaríkjanna til skamms tíma. Eftir hafa búið í Brussel í Belgíu hefur hún nú komið sér vel fyrir í Washington, en þar hefur fjölskyldan búið í fjögur ár.
Vikudagur spjallaði við Ingu um lífið vestanhafs, uppistandið, jógað og þá lífsreynslu að starfa í bankageiranum þegar Hrunið skall á. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 3. mars