"Vandamálið er líka það að bærinn ekki hreinsaður lengur á sunnudögum og það setur svartan blett á alla, enda umgengnin í bænum alveg rosaleg," segir Sveinn. Hann segir að ástandið hafi síst batnað eftir að reykingar voru bannaðar inni á stöðunum. Nú fari fólk út til að reykja og þótt dallar séu við hendina kasti fólk stubbunum frá sér hvar sem er. "Það er eins og öllum sé sama en þannig á þetta ekki að vera. Það skiptir máli hvernig bærinn okkar lítur út og er eitthvað sem fólk ætti að hugsa um."
Eins og fram kom í Vikudegi nýlega, er töluverður sóðaskapur sjáanlegur í miðbænum eftir gleðskap um helgar. Reyndar sagði Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri umhverfismála hjá framkvæmdadeild bæjarins, að það versta væri, að þetta ætti ekki aðeins við um miðbæinn heldur allan bæinn.