Hreinn Hringsson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Þór

Hreinn Hringsson, fyrirliði Þórs í 1. deild karla í knattspyrnu, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá félaginu fyrir næstu leiktíð. Hreinn mun þó áfram leika með liðinu en í minna mæli. Páll Viðar Gíslason sem hefur verið aðstoðarþjálfari Þórs undanfarin ár, mun áfram gegna þeirri stöðu ásamt Hreini.

Þá hefur félagið gert nýja samninga við fimm leikmenn en þeir Ármann Pétur Ævarsson, Þorsteinn Ingason, Kristján Steinn Magnússon og Lars Óli Jessen hafa allir samið til tveggja ára við félagið og Óðinn Árnason samdi til eins árs. Það er hinsvegar óvíst hvort Einar Sigþórsson spili með liðinu næsta sumar en hann hyggur á nám erlendis.

 

Nýjast