Hraðferðir til Grímseyjar

Grímsey
Grímsey

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador mun bjóða upp á hraðferðir til Grímseyjar og yfir norðurheimskautsbauginn allt næsta sumar. Lagt verður upp frá Torfunefsbryggju með leiðsögn um Eyjafjörð. Hvalir verða skoðaðir í firðinum og lundar í Grímsey þann tíma sem þeir eru í eyjunni. Í Grímsey verður boðið upp á sjávarfang að hætti heimamanna og fróðleik um sögu byggðar í eyjunni. Ferðin tekur um sex klukkustundir á nýju og hraðskreiðu hvalaskoðunarskipi Ambassadors. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar en þar má einnig sjá áætlun um Grímseyjarferðirnar.

Nýjast