Hörður Fannar Sigþórsson, línumaður handknattleiksliðs Akureyrar, er á leið til Færeyja og reiknar með að leika þar á næstu leiktíð. Þetta staðfestir hann við Morgunblaðið í dag. Hann segir í blaðinu jafnframt vonast til þess að ná samningi við Kyndil í Þórshöfn á næstu dögum en liðið leikur undir stjórn Finns Hanssonar á næsta keppnistímabili.
Kyndill mun vera sigursælasta handknattleikslið Færeyja en náði sér ekki á strík á síðustu leiktíð. Hörður Fannar verður fimmti nýi leikmaðurinn í herbúðum Kyndils ef samningar nást.