Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu segir framtíð menningar á Akureyri eiga mikið undir skilningi ríkisvaldsins á að aukið fjárframlag þurfi til menningarstofnana hér. Þórgnýr er menntaður heimspekingur og segir mikilvægt að vera sífellt spyrjandi. Hann tók sér námsleyfi í fyrravetur og segist fyrir vikið hafa endurnýjað sjálfan sig á margan hátt.
Í frístundum finnst Þórgný fátt skemmtilegra en taka ljósmyndir og segist sjá heiminn í römmum. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Þórgný og spjallaði við hann um menningarlífið á Akureyri, gagnrýna hugsun, ljósmyndadelluna og ýmislegt fleira. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-þev