Hnífstunguárás í heimahúsi

Fimm manns voru flutt á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun eftir að lögreglan hafði afskipti af illindum milli gesta sem voru í samkvæmi í heimahúsi í bænum. Tveir þeirra sem slasaðir voru, voru með stungusár á öxlum. Hinir þrír voru með minni háttar meiðsli, en annar þeirra sem var með stungusár á öxl þurfti að gangast undir aðgerð. Talið er að einn maður vopnaður hnífi hafi veitt fólkinu þessa áverka og var hann handtekinn á heimili sínu skömmu síðar.

Nýjast