Hlýtt sumar í vændum Norðanlands

Norðlendingar mega búast við hlýju og góðu sumri í ár og fleiri sólríkum dögum en undanfarin sumur, gangi langtíma spár eftir fyrir sumarið. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, en hann býst við besta veðrinu norðan- og austanlands í sumar en rigning gæti orðið ríkjandi sunnan- og vestanlands.

Síðustu þrjú sumur hafa verið frekar hvimleið á Norðurlandi, þó ekki sé hægt að segja beinlínis að kalt hafi verið í veðri en virkilega góðir sumardagar voru vissulega fremur fáir. Nú gæti hins vegar orðið breyting á, allavegana í áttina til þess sem Norðlendingar eiga að þekkja. Oftar sunnanþeyr og sjaldnar köld hafgola þegar sólin skín,” segir Einar.

Nýjast