„Síðustu þrjú sumur hafa verið frekar hvimleið á Norðurlandi, þó ekki sé hægt að segja beinlínis að kalt hafi verið í veðri en virkilega góðir sumardagar voru vissulega fremur fáir. Nú gæti hins vegar orðið breyting á, allavegana í áttina til þess sem Norðlendingar eiga að þekkja. Oftar sunnanþeyr og sjaldnar köld hafgola þegar sólin skín,” segir Einar.