Hrefna G. Torfadóttir formaður KA hefur gegnt félagsstörfum fyrir klúbbinn í 40 ár. Hún segist vera í draumastarfinu sem kennari í framhaldsskóla og að vinnan fyrir KA sé ástríðustarf. Ýmislegt hefur gengið á í íþróttalífinu á Akureyri undanfarið og segir Hrefna að mikilvægt sé að hafa breitt bak til að láta neikvæða umræðu ekki hafa áhrif á sig. Hrefna hefur glímt við gigt í áratugi og styðst við hækjur en lætur sjúkdóminn ekki aftra sér.
Vikudagur kíkti í kaffi til Hrefnu en nálgast má viðtalið í nýjasta tölublaði Vikudags.