Dögun hefur ákveðið að bjóða fram til bæjarstjórnar á Akureyri og hefur Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi L-listans tekið áskorun um að gefa kost á sér til að leiða lista Dögunar.
Uppstillingarnefnd er að störfum og er henni falið að leggja tillögu að skipan framboðslista fyrir félagsfund, sem haldinn verður 1. mai.