Hlíðarfjall á lista yfir flottustu skíðasvæði heims

Mynd/Auðunn Níelsson
Mynd/Auðunn Níelsson

Í síðustu viku birti vefurinn Unofficial Networks sem er hluti af USA Today keðjunni, val sitt á 12 flottustu eða mest spennandi (exotic) skíðasvæðum heims og á þeim lista er að finna Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ. "Skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu valdi ferðamannavefurinn Lonely Planet Akureyri sem besta áfangastaðinn í Evrópu árið 2015 þannig að ljóst er að vinsældir bæjarins aukast nú hratt hvort heldur sem er að sumri eða vetri," segir í tilkynningu.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hliðarfjalli segir að menn séu í óða önn að gera sig klára fyrir veturinn. „Mér sýnist vera kuldatíð í kortunum og vonandi getum við bráðum farið að skjóta glænýjum snjó úr snjóbyssunum okkar. Síðasti vetur var nokkuð umhleypingasamur og ekki sá allra besti fyrir okkur hér í Hlíðarfjalli,“ sagði Guðmundur Karl

Nýjast