Ég fékk þessa hugmynd síðasta vetur, þegar tengdafaðir minn, Stefán Gunnlaugsson, betur þekktur sem Stebbi Gull, lá í eitt skipti af mörgum inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir Þorleifur Kristinn Níelsson, sem ásamt vini sínum Elíasi Gunnari Þorbjörnssyni mun hlaupa til styrktar Hollvinasamtökum SAk í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Þeir félagar hlaupa í nafni tengdaföður Þorleifs en Stefán er einn af stofnendum Hollvinasamtaka SAk.
Stefán hefur glímt við alvarleg veikindi en Vikudagur sagði sögu hans fyrir um tveimur árum. Hægt er að heita á þá félaga á www.hlaupastyrkur.is.
Lengra viðtal við Þorleif má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.
-þev