HL-stöðin fær sérhannað hjól

Samtök lungnasjúklinga færðu í vikunni HL-stöðinni á Akureyri að gjöf sérhannað set- og þrekhjól. Kristveig Atladóttir yfirsjúkraþjálfi HL-stöðvarinnar segir að tækið komi að mjög góðum notum, þar sem margir sjúklingar eigi erfitt með að nota hefðbundin þrekhjól, því sé gjöfin afar kærkomin. Hjólið kostar um 600 þúsund krónur. Á myndinni eru frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson stjórnarformaður HL-stöðvarinnar, Kristveig Atladóttir yfirsjúkraþjálfari og Ólafur Njáll Óskarsson stjórnarformaður Samtaka lungnasjúklinga. Mynd/Karl Eskil.

Nýjast