Súlkurnar í KA fara ekki vel af stað í úrslitakeppni MIKASA- deildar kvenna í blaki. KA mætti HK í Digranesi í dag og HK- stúlkur unnu auðveldan 3:0 sigur.
KA hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í undanúrslitum deildarinnar. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Þrótti Neskaupsstað á þriðjudaginn kemur.