Tómas beið hins vegar lægri hlut fyrir Smára Ólafssyni og fékk 7 vinninga. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjörleifur verður skákmeistari Skákfélags Akureyrar og hann er jafnframt elsti keppandinn sem vinnur meistaramót hjá Skákfélagi Akureyrar. Sigurður Arnarson varð í þriðja sæti með 6 vinninga, líkt Smári Ólafsson en Smári varð lægri á stigum.
Ólafur Kristjánsson (67 ára) vann Hausthraðskákmótið eftir einvígi við Gylfa Þórhallsson. Þeir urðu jafnir og efstir með 12,5 vinninga af 15 mögulegum en Ólafur vann Gylfa 2:0 í einvígi um fyrsta sætið. Í næstu sætum urðu Sigurður Arnarson með 12 vinninga, Áskell Örn Kárason með 10,5 vinninga og Haki Jóhannesson með 9 vinninga.
Á fimmtudag hefst Heimsmeistaramót ungmenna í Tyrklandi og keppir Mikael Jóhann Karlsson frá Akureyri í flokki 14 ára og yngri. Fjögur ungmenni voru valin fyrir Íslandshönd til að keppa á mótinu, sem lýkur 22. nóvember. Alls verða tefldar ellefu umferðir. Næsta mót hjá félaginu er Atskákmót Akureyrar sem hefst fimmtudagskvöldið 19. nóvember.