Akureyringurinn Tryggvi Þór Skarphéðinsson mun leggja land undir fót á morgun, laugardaginn 27. júní og hjóla hringinn í kringum landið til styrktar Einhverfusamtökunum. Tryggvi segist lengi hafa stefnt að því að hjóla hringveginn og hafi viljað nýta tækifærið og styrkja gott málefni í leiðinni.
Ég hugsaði með mér að fyrst ég ætlaði að leggja í þessa vegferð þá vildi ég láta gott af mér leiða. Þetta er líka ljómandi vegna þess að nú get ég ekki hætt við á síðustu stundu," segir Tryggvi. Nánar er rætt við Tryggva og ferð hans um landið í prentútgáfu Vikudags.