Hjartað slær ekki um jólin

„Við höfum mikinn áhuga á því að koma hjartanu upp en það gerist ekki þessi jólin,“ segir Kristinn Hreinsson hjá Rafeyri á Akureyri. Hjartað í Vaðlaheiðinni vakti mikla lukku þegar það var fyrst sett upp fyrir nokkrum árum. Þar sem stór hluti búnaðarins skemmdist fyrir tveimur árum var ekkert hjarta um síðustu jól og segir Kristinn að engar líkur séu á því að hjartað muni slá um þessi jól.

Óvíst er hvort hjartað muni fara upp aftur. "Áform okkar eru þau að gera þetta af myndarskap í sátt við aðra þar sem að nýjasta LED tæknin verður notuð. Gamli búnaðurinn er ónýtur og alvöru búnaður kostar sitt.“

Hjartað sem sett hefur verið upp í Vaðlaheiði undanfarin ár er á stærð við fótboltavöll og mældist vel hjá bæjarbúum.

-þev

Nýjast