Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Hjalta Jón Sveinsson skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára. Hjalti Jón hefur MEd gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og MA próf í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur gegnt stöðu skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, frá árinu 1999 og þar áður Framhaldsskólans á Laugum, frá árinu 1994. Frá þessu er greint á vef Menntamálaráðuneytisins.