Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyja- fjarðarsveit fær nýja vélsleða

Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit hefur fest kaup á tveimur nýjum vélsleðum af gerðinni Arctic Cat Crossfire 8 Sno Pro. Þeir koma í stað eldri vélsleða sem þegar hafa verið seldir. Kaupin á nýju vélsleðunum gengu hratt og vel fyrir sig með hjálp góðra manna.  

Nýju vélsleðarnir eru komnir í hús og vinnan við að gera þá útkallshæfa fer á fullt. Fyrirtækið Arctic Sport er innflutningsaðili Arctic Cat vélsleða en þeir voru afhentir í húsnæði K2M, umboðsaðila á Akureyri.

Nýjast