Hún er formaður framkvæmdaráðs Akureyrar, formaður stjórnar Fasteigna Akureyrar, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu og situr í stjórnsýslunefnd bæjarins. Að auki hefur hún tekið að sér önnur trúnaðarstörf á vegum ríkis og bæjar. Helena hefur verið virk í stjórnmálum um margra ára skeið og gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Hún er ritari Samfylkingarinnar á landsvísu og situr í stjórn, framkvæmdastjórn og flokksstjórn flokksins. Hún er einnig varaformaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri.
Helena er lögfræðingur og starfar hjá Ferðamálastofu en áður vann hún hjá Vinnumálastofnun, segir í fréttatilkynningu.