Heldur meiri umferð á þjóð- vegunum í janúar nú en í fyrra

Umferðin í janúar 2009 reyndist meiri á 15 talningarstöðum Vegagerðarinnar á Hringvegi en í janúar 2008. Nemur aukningin 4,3 prósentum. Umferðin eykst nema á Norðurlandi og sérstaklega á Austurlandi þar sem hún dregst saman um tæp 26%.  

Sé tekið mið af innbyrðis hlutfalli heildaraksturs í janúar árin 2005 til 2009 er umferðin 2009 svipuð og árið 2007 en eigi að síður lítillega meiri en þá. Aukning á akstri milli janúarmánuða 2008 og 2009 er sem hér segir:

Suðurland 10,2%

Í grennd við Höfuðborgarsvæðið 2,8%

Vesturland 1,2%

Norðurland -4,0%

Austurland -25,9%

Í heild hefur akstur aukist um 4,3% á þessum 15 stöðum.

Á vef Vegagerðarinnar er minnt á að þessir talningarstaðir eru allir á Hringvegi og mæla því ekki umferðina á höfuðborgarsvæðinu.

Nýjast