Heimstónlist í Hofi

Söngkonur Värttinä, þær Mari Kaasinen, Susan Aho og Karoliina Kantelinen.
Söngkonur Värttinä, þær Mari Kaasinen, Susan Aho og Karoliina Kantelinen.

„Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fer nú í annað sinn á einu ári í samstarf við erlenda listamenn á heimsmælikvarða. Síðast var það GENESIS-kempan Steve Hackett og nú Finnska þjóðlagasveitin Värttinä,“ segir í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar. Värttinä og SinfoniaNord spila í Hofi á sunnudaginn kemur, þann 28. febrúar og hefjast tónleikarnir kl. 20:00. „Värttinä er Finnlands frægasta þjóðlagasveit og hvalreki fyrir Íslendinga að fá svona stóra listamenn í heimsókn í Hof. Rætur sveitarinnar eru í Karelia svæðinu í Finnlandi. Þar er sterk hefð fyrir að konur leiði sönginn að hætti fornra ljóðahefðar kallað runos. Värttinä byggir sína frumsömdu og nútímalegu tónlist á þessum fornu hefðum.

Í 25 ár hafur Värttinä ferðast um heiminn og haldið tónleika fyrir stöðugt vaxandi aðdáendahóp. Nýlega lék sveitin með Lundúnarsinfóníunni og njótum við góðs af útsetningum sem gerðar voru fyrir þá tónleika. Värttinä átti hlut í að semja tónlistina með A.R.Rahman við söngleikinn Lord of the rings. Plötur þeirra eru iðulega á toppi sölulista yfir heimstónlist og hafa þau unnið fjölda verðlauna,“ segir í tilkynningu.

 

 

Nýjast