Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld sem hefjast kl. 21:00 og eru á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Andrés Þór þykir einn fremsti jazzgítaristi landsins og hefur hann fengið góðar umfjallanir um plötur sínar og tónleika. Einnig hefur hann reglulega verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar og tónsmíðar og var nýlega útnefndur bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar.
Á tónleikunum í kvöld leiðir Andrés norrænann kvartett í tilefni af útgáfu á nýrri plötu sinni sem nefnist Nordic Quartet. Diskurinn var hljóðritaður síðastliðið sumar í Osló í Noregi og inniheldur tónlist Andrésar í útsetningum kvartettsins.
Með Andrési á sviði verða bassaleikarinn Andreas Dreier og saxafónleikarinn Anders Lønne Grønseth, sem hafa allir stafað saman áður í kvartett Andreas Dreiers. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð kvartettsins um landið í tilefni af útgáfu hljómdisksins "Nordic Quartet.