Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir, heimsækja í dag Geir Þórisson, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsinsvistar og hefur nú afplánað sextán ár í Greensville fangelsinu í Virginíu í Bandaríkjunum. Allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. Geir hefur verið mjög einangraður frá umheiminum, tölvur eru ekki leyfðar og hann má aðeins hringja í tvö símanúmar. Kristin segir að þær mæðgur verði líklega komnar að fangelsinu um klukkan eitt í dag.
Þá tekur við öryggisleitarferlið með hliðunum fimm og það ferli gæti tekið um klukkustund. Vonandi gengur það allt upp og þá eru góðar líkur á að við getum fengið að sitja hjá Geir í góða stund, jafnvel einhverjar klukkustundir ef það er rólegt í heimsóknartímum í morgunsárið. Nú er að vona það besta, segir Kristín S. Bjarnadóttir á Facebook-síðu sinni