05. október, 2009 - 21:18
Heimir Kristinsson, varaformaður Fagfélagsins var kjörinn formaður Alþýðusambands Norðurlands, á 31. þingi sambandsins sem fram fór
á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Á þingið mættu rúmlega 100 þingfulltrúar frá flestum
stéttarfélögum á Norðurlandi, þar af sátu 54 fulltrúar frá Einingu-Iðju þingið.
Þingið fór í alla staði mjög vel fram og var m.a. ályktað um kjara- og húsnæðismál auk þess sem flutt voru nokkur
fróðleg erindi, m.a. um verkalýðshreyfinguna og fjármálahrunið á Íslandi, segir á vef Einingjar-Iðju.