Heimild fyrir byggingu 45 nýrra hjúkrunarrýma fagnað

Félagsmálaráð Akureyrar fagnar heimild ríkisstjórnarinnar fyrir byggingu 45 nýrra hjúkrunarrýma á Akureyri, sem munu taka við af Kjarnalundi. Félagsmálaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð lóð þurfi að rúma um 100 rými horft til framtíðar og óskar eftir hugmyndum frá skipulagsnefnd um hugsanlegar lóðir undir hjúkrunarheimili.  

Á síðasta fundi félagsmálaráðs var lagt fram minnisblað frá Hermanni Jóni Tómassyni bæjarstjóra, þar sem bent var á að hefjast þurfi handa við undirbúning verkefnisins nú þegar, þannig að hönnun geti hafist sem fyrst og framkvæmdum ljúki fyrir 1. október 2012.

Nýjast