Þeir sem eiga tíma í bólusetningu fimmtudaginn 26. nóvember, eiga því að koma því á sama tíma fimmtudaginn 3. desember, þeir sem eiga tíma föstudaginn 27. nóvember, komi föstudaginn 4. desember á sama tíma og þeir sem eiga pantaðan tíma mánudaginn 30. nóvember komi mánudaginn 7. desember og svo koll af kolli. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Þeir sem ekki eiga pantaðan tíma í bólusetningu er velkomið að panta bólusetningartíma frá 7. desember nk.