Heilsugæslustöðin uppiskroppa með bóluefni í bili

Þórir V. Þórisson yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem fram kemur að vegna seinkunar á afhendingu bóluefnis til landsins sé Heilsugæslustöðin á Akureyri uppiskroppa með bóluefni í bili. Af þeim sökum þarf að fresta áætlaðri bólusetningu um viku, eða frá og með 26. nóvember nk.  

Þeir sem eiga tíma í bólusetningu fimmtudaginn 26. nóvember, eiga því að koma því á sama tíma fimmtudaginn 3. desember, þeir sem eiga tíma föstudaginn 27. nóvember, komi föstudaginn 4. desember á sama tíma og þeir sem eiga pantaðan tíma mánudaginn 30. nóvember komi mánudaginn 7. desember og svo koll af kolli. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Þeir sem ekki eiga pantaðan tíma í bólusetningu er velkomið að panta bólusetningartíma frá 7. desember nk.

Nýjast