„Þegar ég var lítill strákur átti ég mér þann draum eins og margir strákar að verða sterkur,“ segir Freyr Aðalsteinsson sem heldur betur hefur komið við sögu kraftlyfinga á Akureyri. Hann byrjaði að æfa 15 ára gamall árið 1974,um leið og stofnaður var félagsskapur utan um kraftlyfingar og æfingar í íþróttinni hófust. Freyr en enn að og stefnir að því að taka þátt í afmælismóti árið 2024 þegar þess verður minnst að hálf öld er liðin frá því Akureyringar hófu að stunda kraflyftingar. Hann tók þátt í slíku móti árið 2014.
Freyr er fæddur árið 1958 og verður 62 ára í desember næstkomandi. Hann ólst upp í Glerárhverfi, lærði járnsmíði hjá Slippstöðinni og vann þar nokkur ár en líka hjá Vélsmiðjunni Odda. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Stavanger í Noregi árið 1985.
Freyr var og einn af frumkvöðlum lyftingamanna á Akureyri og formaður Kraftlyfingafélags Akureyrar um skeið. Hann á nú 5 Íslandsmet í öldungaflokki og hefur slegið um 150 met á sínum ferli ef allt er talið heim í hérað, unglinga- fullorðins- og öldungaflokks met. Rætt er við Frey í nýjasta Vikublaðinu.